Sæludagar í Lónsöræfum
Sæludagar í Lónsöræfum 2. – 5. júlí 2026, fjórir dagar.
Erfiðleikastig 3 skór.
Fararstjórn: Ragna Pétursdóttir – panta þarf í þessa ferð með fyrirvara.
2. júlí, fimmtudagur.
Brottför: Kl. 18:00 frá tjaldstæðinu á Höfn. Ekið að Illakambi og gengið þaðan niður í Múlaskála með vistir og farangur. Fólk kemur sér fyrir í skálanum og fær sér kvöldhressingu með sínum hætti (hver með sitt nesti).
3. júlí, föstudagur.
Morgunmatur og smurt nesti fyrir daginn.
Gengið af stað um kl. 10:00 um Víðibrekkusker.
Sameiginlegur kvöldverður kl. 18:00
Tími: 5 – 6 klst.
Hækkun: 700 m.
4. júlí, laugardagur.
Morgunmatur og smurt nesti fyrir daginn.
Gengið af stað um kl. 10:00 að Tröllakrókum um Leiðartungur.
Tími: 7 – 8 klst.
Hækkun: 750 m.
5. júlí, sunnudagur.
Gengið frá Múlaskála fram Kamba að Tæpugötuhjalla þar sem ferðin endar. Bílar keyra göngufólki til Hafnar.
Tími: 6 klst.
Hækkun: 800 m.
Hámarksfjöldi: 24 manns.
Verð: 64.000 (félagar í FÍ.)/71.000 (aðrir).Innifalið: Fararstjórn, akstur, gisting, 3x morgunmatur, 3x nesti, 2x kvöldmatur. Nánari upplýsingar og skráning á ferdafelag@gonguferdir.is eða í síma 868 7624 (Magnhildur).
