Múlaskáli

Múlaskáli var tekin í notkun 1993. Hann stendur í Nesi við sunnanverðan Kollumúla á Lónsöræfum. Frá Illakambi er u.þ.b. 40 mínútna gangur að skálanum.
Skálinn tekur 28 manns í gistingu.12 manns á svefnlofti og 16 manns í kojum á neðri hæð. Við skálann er hreinlætishús með vatnssalernum og sturtum. Starfandi skálavörður eru á svæðinu frá 20. júní til 20 ágúst ásamt landverði.

Í skálanum eru 25 svefnpokar sem hægt er að leigja.
Upplýsingar  um bókanir gefur ferdafelag@gonguferdir.is

GPS hnit:  64°33.200N 15°09.077W.

Gisting í Múlaskála kostar:
6.200 kr fyrir utanfélagsmenn
4.500 kr fyrir félagsmenn í Ferðafélagi Íslands.
5.800 kr fyrir Ferðaskrifstofur