Lög Ferðafélags Austur-Skaftfellinga

1. gr.
Nafn félagsins er Ferðafélag Austur-Skaftfellinga og er það deild í Ferðafélagi Íslands.

2. gr.
Tilgangur félagsins er að stuðla að ferðalögum á Íslandi og greiða fyrir þeim.

3. gr.
Tilgangi sínum leitast félagið fyrst um sinn við að ná með þeirri starfsemi sem hér segir:
a) Að vekja áhugafélagsmanna á ferðalögum um landið, sérstaklega þá landshluta, sem lítt eru kunnir almenningi.
b) Félagið beitir sér fyrir byggingu sæluhúsa og að ruddir séu og merktir fjallvegir og þeim sé við haldið.
c) Félagið gerir eftir föngum ráðstafanir til þess að meðlimir þess geti ferðast ódýrt um landið og að kynna þeim náttúru þess og sögu.

4. gr.
Aðalfundur hefur æðsta vald í öllum málefnum félagsins. Meirihluti atkvæða ræður.

5. gr.
Félagar geta allir orðið, sem búsettir eru í A-Skaftafellssýslu og næstu héruðum. Árgjald skal vera hið sama og hjá F.Í. Fjölskyldumeðlimir þurfa ekki að greiða nema hálft árgjald, en fá ekki árbókina.

6. gr.
Stjórn félagsins skipa fimm menn. Kjörtímabil skal vera milli aðalfunda. Stjórnin skiptir með sér verkum. Hún ræður öllum málum félagsins á milli aðalfunda.

7. gr.
Reikningsár skal vera almanaksárið og skal aðalfundur haldinn fyrir lok mars mánaðar.

8.a. gr.
Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
1) Skýrt frá framkvæmdum á reikningsárinu.
2) Endurskoðaðir reikningar lagðir fram.
3) Kosning stjórnar samkvæmt 6. gr.
4) Kosnir tveir endurskoðendur.
5) Önnur mál.
Aðalfundur skal auglýstur bréflega minnst viku fyrir fundardag. Til aukafundar getur stjórnin boðað ef henni þykir ástæða til. Einnig skal haldinn aukafundur ef 25% félagsmanna æskja þess skriflega.

8.b. gr.
Verði félaginu slitið skal eignum þess ráðstafað til Ferðafélags Íslands til varðveislu.

9. gr.
Ákvæðum í 2. gr. og 8.b. gr. má aldrei breyta.