Ferðaáætlun 2025

Ferðaáætlun Ferðafélags Austur-Skaftfellinga 2025

DagsetningStaðsetningErfiðleikastig
12. janúarKolgrafardalur2 skór
8. febrúarFjöruferði í Lóni1 skór
15. marsLækjarhús og nágrenni2 skór
5. aprílJökulsárlón – Fjallsárlón 2 skór
25. apríl – 2. maíSkotland – 45 ára afmælisferð – uppselt!2 skór
17. júníVinnuferð í Kollumúla, nánar auglýst síðar1 skór
23. júníGanga á Jónsmessu, leið valin úr bók Rannveigar Einarsdóttur1-2 skór
4. – 6. júlíSæludagar í Lónsöræfum 4. – 6. júlí, þrír dagar. Erfiðleikastig 3 skór.Fararstjórn: Ragna Pétursdóttir – panta þarf í þessa ferð með fyrirvara. 
4. júlí, föstudagur.Brottför: Kl. 07:00 frá tjaldstæðinu á Höfn. Ekið að Illakambi og gengið þaðan niður í Múlaskála. Fólk kemur sér fyrir í skálanum og svo er gengið um Víðibrekkusker. Tími: 5 – 6 klst. Hækkun: 700 m.
5. júlí, laugardagur.Gengið inn að Tröllakrókum um Leiðartungur. Tími: 7 – 8 klst. Hækkun: 750 m.
6. júlí, sunnudagur.Gengið frá Múlaskála fram Kamba að göngubrú við Eskifell þar sem ferðin endar. Bílar keyra göngufólki til Hafnar. Tími: 7 klst. Hækkun: 800 m. 
Hámarksfjöldi: 24 manns.Verð: 59.500 (félagar í FÍ)/64.500 (aðrir).Innifalið: Fararstjórn, akstur, gisting, 1x hádegismatur, 2x morgunmatur, 3x nesti, 2x kvöldmatur. Nánari upplýsingar og skráning á ferdafelag@gonguferdir.is  eða í síma 868 7624 (Magnhildur).
3 skór
24. ágústSkálatindar3 skór
14. sept.Klifur á Hnappavöllum
Unglingaferð með aðkomu foreldra
2 skór
11. okt.Hafnartangi – Kræklingaferð 1 skór
Brottför er frá þjónustumiðstöðinni við tjaldsvæðið á Höfn nema annað sé auglýst. Ferðir eru flokkaðar eftir erfiðleikastigum þar sem 1 skór merkir að gangan sé við flestra hæfi, 2 skór er orðin aðeins meira krefjandi og 3 skór merkir að búast má við talsverðri hækkun og/eða lengri vegalengd. Ferðir eru almennt auglýstar á fésbókarsíðu félagsins https://www.facebook.com/groups/339172596208232/permalink/4465583846900399  og geta breyst frá áætlun ef veðurspá gefur tilefni til. Styttri göngur, verð: 1.000 fyrir einn/1.500 fyrir hjón/pör. Frítt fyrir 18 ára og yngri.Heimasíða: www.gonguferdir.is Netfang: ferdafelag@gonguferdir.is Sími: 868 7624