Ferðir 2016

Ferðir verða nánar auglýstar á facebooksíðu félagssins og í Eystrahorni, www.eystrahorn.is

Kostnaður í ferðir 1000 kr/mann, 1500 kr/ hjón, nema annað sé tekið fram.

Frítt fyrir 16 ára og yngri.

Erum með keðjubrodda til leigu, 1000 kr. pr. dag.

Lagt verður af stað í allar ferðir frá Þjónustumiðstöð SKG við tjaldsvæðið á Höfn.

Nánari upplýsingar hjá Rögnu í síma 662 5074

—————————————————-

Fjall mánaðarins – Karlsfell í Lóni  – Tveir skór

16. janúar, laugardagur kl. 09:00, gengið inn Reyðarárdal og upp á Karlsfell, hækkun 450 m. Broddar

Fjall mánaðarins–Hálsdalur- Grænafellshnúkur á Mýrum – Tveir skór

13. febrúar, laugardagur kl. 09:00, lagt upp frá Haukfelli, hækkun 663 m. Broddar

Fjall mánaðarins–Fjarðarheiði í Lóni – Tveir skór

12. mars, laugardagur kl. 09:00, lagt upp frá Fjarðaráraurum, hækkun 729 m. Broddar

Miðfell-Fláajökull á Mýrum – Einn skór

19. mars, laugardagur kl. 09:00, gengið frá Bólstöðum inn að Fláajökli vestanverðum með viðkomu á Miðfelli.

Jeppa og fjölskylduferð – Þórisdalur – Ásar-Eskifell í Lóni – Einn skór

2. apríl, laugardagur kl. 10:00, ekið um Þórisdal yfir Skyndidalsá og skoðað gamalt býli í Eskifelli.

Fjall mánaðarins – Veðrafjall í Gjádal Lóni – unglinginn á fjallið – Tveir skór – NÝTT

9. apríl, laugardagur kl. 09:00, gengið inn Gjádal og sest á Seta,hækkun 725 m. Broddar

Krakkaferð –Arasel

10. apríl, sunnudagur kl. 11:00, gengið frá Araseli upp á Hnútu eftir stíg, hækkun um 200 m NÝTT

Sumardaginn fyrsti –Fjölskylduganga frá Þorgeirsstaðaráað Fjarðaráraurum – Einn skór

21. apríl, fimmtudagur kl. 09:00, gengið um Gimbrahöfða og meðfram ströndinni og skoðaðar minjar um útræði

Kvöldferð– fjölskylduferð – Hoffell í Nesjum – Einn skór

4.maí, miðvikudagurkl. 17:00, gengið frá Birkifelli og upp í gamalt fjárskjól í helli, hækkun 100m

Kvöldferð –Hlaupið fyrir Horn- Tveir skór – NÝTT

19. maí, fimmtudagur kl.17:00, hlaupið frá Horni að Papós í samstarfi við Ungmennafélagið. Lengd 10 km

Fjall mánaðarins – Krossbæjartindur í Nesjum – Tveir skór

28.maí, laugardagur kl. 09:00, gengið upp við Grjótárdal, flottur tindur með miklu útsýni,hækkun 706 m

Gönguvikan „Ekki lúra of lengi“

9. júní, fimmtudagur kl. 17:00,Gengið fyrir Horn – Einn skór

10. júní, föstudagur kl. 17:00,Setbergsheiði – Tveir skór. Gengið upp Setbergsheiði ogkomið niður við Grjótárdal.

11. júní, laugardagur kl. 09:00 Fjall mánaðarins Heinabergsdalur – Vatnsdalsheiði – Geitakinn – Þrír skór. Gengið inn Heinabergsdal, upp Vatnsdalsheiði og upp á Geitakinn. Hækkun 700 m.

12. júní, sunnudagur kl. 10:00, frá Höfn, Slaga við Kotá í Öræfum – Einn skór

13. júní,mánudagur kl. 13:00, frá Höfn, Kambsmýrarkambur- Vatnafjöll í Öræfum – Tveir skór

Vinnuferð í Múlaskála – Tveir skór

16. júní. Nánar auglýst síðar.

Óvissuferð á Jónsmessu

23. júní, fimmtudagur. Nánar auglýst síðar

Helgarferð–nýja Holuhraun, jeppa og gönguferð

15.-17. júlí, ferð að „nýja Holuhrauni“ að Drekagili, Öskju, Víti og Herðubreiðalindum og ætlum við að bjóða Ferðafélagið Norðurslóð að slást í för með okkur. Lagt af stað frá Höfn á föstudagsmorgninum. Nánar auglýst síðar. Panta þarf í þessa ferð.

Kvöldferð- Slufrudalur í Gjádal í Lóni – Einn skór

17. ágúst, miðvikudagur kl. 17:00, gengið frá Hvammi undir hlíðum Hvammsheiðar.

Fjall mánaðarins – Reyðarárdalur – Hvítamelsbotnar – Starmýrardalur í Lóni/Álfafirði – Þrír skór

20. ágúst, laugardagur kl. 09:00, gengið inn Reyðarárdal upp Hvítamelsbotna og niður í Starmýradal. Hækkun 917 m.

Helgarferð- Vestmannaeyjar- Kvenna/Gudduferð NÝTT

26.-28. ágúst, lagt af stað um miðjan dag á föstudegi og komið heim á sunnudagskvöldi.  Fræðst um Guðríði (Tyrkjaguddu) og gengið á Heimaklett og Eldfell. Panta þarf í þessa ferð.

Fjall mánaðarins – Berufjarðarskarð- Tveir skór

10. september, laugardagur kl. 09:00 frá Höfn og kl. 11:00 frá Berufirði, gengið yfir Berufjarðarskarð.  Hækkun 670 m. Í samstarfi við Ferðafélag Djúpavogs, Fljótsdalshéraðs og Fjarðarmanna.

Fjall mánaðarins – Flá við Hvalnes – Tveir skór

15. október, laugardagur kl. 10:00, gengið upp frá Hvaldal og séð fagurt útsýni yfir Hvalnes og Lón. Hækkun 500 m.

Fjall mánaðarins -Bleikahnúta- Hestgerðishnúta- Tveir skór

5. nóvember, laugardagur kl. 09:00, gengið frá Sunnuhlíð upp á Borgarhafnarfjall fram á Hestgerðishnútu og aftur niður í Sunnuhlíð, hækkun 400 m.

Ganga mánaðarins – Geitafellsbjörg – Miðfell – Einn skór

10. desember, laugardagur kl. 10:00, gengið frá jökulgarðinum framan við Hoffelsjökul, fram með hlíðinni og heim að Miðfelli.

Sumarleyfisferðir

Sæludagar í Lónsöræfum. Þrír skór.

8.-10. júlí, 3 dagar. Hámarksfjöldi 15 manns.

1.d föstudagur. Lagt af stað frá Smiðjunesi kl. 07.00. Ekið að Illakambi og gengið þaðan niður í Múlaskála. Eftir að búið er að koma sér fyrir í skálanum er gengið Víðibrekkusker. Göngutími um 6-7 tímar 680 m. hækkun.

2.d laugardagur. Gengið inn að Tröllakrókum um Leiðartungur. Göngutími um 7 klst. 750 m. Hækkun.

3.d sunnudagur. Gengið frá Múlaskála fram Kamba að göngubrú við Eskifell og þaðan að Smiðjunesi. Göngutími um 8 klst. Heildarhækkun um 500 m.

Á leiðinni þarf að vaða Hnappadalsá.

Innifalið: Fararstjórn, akstur, gisting, 2x morgunmatur 2x kvöldmatur og 2x nesti

Verð: 46.000/50.000

 

 

Álftafjörður um Víðidal yfir í Lónsöræfi – Þrír skór – NÝTT

15.-18. ágúst. 4 dagar

Farastjóri Jón Bragason. Hámarksfjöldi 15 manns.

Gist verður í skálum. Vaðskór eru nauðsynlegir. Matur er innifalin fyrir utan göngunasl.

Á leiðinni þarf að vaða ár.

1.d mánudagur. Ekið inn Geithellnadal inn að Leirási, gengið um Háás og upp á hraun, fram hjá Hnútuvatni og niður í Grund í Víðidal, og fræðst um búsetu þar fram til 1900. Víðidalsáin vaðin og gengið upp að Egilsseli. Göngutími 8-10 tímar. Heildarhækkun um 800 m.

2.d þriðjudagur. Gengið frá Egilsseli fram Tröllakróka og skoðuðvindsorfin klettabelti. Gengið upp á Tröllakrókahnaus sé veður bjart, og niður á milli-Gilja að Múlaskála.

Göngutími 6 – 8 tímar ca 300 m hækkun.

3.dmiðvikudagur.Víðibrekkusker,göngutími 6-7 tímar hækkun 680 m.

4.d fimmtudagur. Gengið frá Múlaskála fram Kamba að göngubrú við Eskifell, og þaðan að Smiðjunesi.

Göngutími 8 klst.Heildarhækkun um 500 m.

Á leiðinni þarf að vaða Hnappadalsá.

Innifalið:

Fararstjórn, akstur, gisting, 3x morgunmatur, 3x nesti, 3x kvöldmatur.

Ferðin endar við Smiðjunes í Lóni

Verð: 63.000/67.000