Ferðaáætlun

Brottför frá þjónustumiðstöð SKG við tjaldsvæðið á Höfn. Verð í styttri göngur: 1.000 fyrir einstakling/1.500 fyrir hjón. Frítt fyrir 16 ára og yngri. 

JANÚAR:
14. janúar, kl. 10:00 – 1 skór

Bær í Lóni,  Ósinn og klettarnir skoðaðir.

FEBRÚAR:
19. febrúar, kl. 10 – 1 skór

Fjölskylduferð í Skógey,  Fjölskylduferð þar sem skautað verður ef færi gefst.

MARS:
25. mars, kl. 10 – 1 skór
Eyðibýlaskoðun að Skinney og Bakka. Gengið niður með Hólmsá.

APRÍL:
2. apríl, kl. 11 – 1 skór

Krakkaferð á Meðalfell  Gengið á Meðalfell í Nesjum.

20. apríl, kl. 9 – 1 skór 
Sumardagurinn fyrsti
Lónsheiði sunnanmegin. Gengið áleiðis upp á Lónsheiði og steinbogi skoðaður. 200 m hækkun. Leitað að gullmolum í Össurá. Jóga.

MAÍ:
13. maí, kl. 9 – 1 skór

Borgarhöfn og Staðardalur í Suðursveit. Jeppaferð í samstarfi við Hornafjarðardeild 4×4. Giljaskoðun.

25. maí, kl. 10 – 1 hjól
Hjólað yfir Lónsheiði NÝTT. Hjólað eftir gamla þjóðveginum yfir Lónsheiði. Hækkun 350 m. Fjallahjól skilyrði.

JÚNÍ:
Gönguvika 5.-8. júní
5. júní, kl. 10 – 1 skór
Fjölskylduferð í Múlagljúfur á Kvískerjum. 200 m hækkun. 1 skór
6. júní, kl. 17 – 2 skór
Svínafellsfjall í Öræfum. 800 m hækkun. Kvöld- og miðnæturferð. 
7. júní, kl. 14 – 2 skór
Hafradalur í Nesjum. 200 m hækkun. 
8. júní, kl. 17 – 2 skór
Almannaskarð með útúrdúr. 300 m hækkun. 
9. júní, kl. 17 – 1 skór 
Lækjarnes í Nesjum. 

16. júní 
Vinnuferð í Múlaskála. Vinnuferð í Múlaskála. Nánar auglýst síðar.

23. júní
Óvissuferð á Jónsmessu. Nánar auglýst síðar.

JÚLÍ:
7.-9. júlí, 3 skór
Sæludagar í Lónsöræfum, 3 dagar. Hámarksfjöldi: 15.
1.d. föstudagur; Lagt af stað frá Smiðjunesi kl. 7, ekið að Illakambi og gengið þaðan niður í Múlaskála. Eftir að búið er að koma sér fyrir í skálanum er gengið um Víðibrekkusker. 6-7 tímar. Hækkun 680 m.
2.d. laugardagur; Gengið inn að Tröllakrókum um Leiðartungur. 7 klst. Hækkun 750 m.
3.d. sunnudagur;  Gengið frá Múlaskála fram Kamba að göngubrú við Eskifell og þaðan að Smiðjunesi. Á leiðinni þarf að vaða Hnappadalsá. 8 klst. Hækkun 600 m.
Verð: 46.000/50.000. Innifalið: Fararstjórn, akstur, gisting, 2 x morgunmatur, kvöldmatur og nesti.

21.-23. júlí
Helgarferð á Suðurlandið. Gist í Seljalandsskóla í svefnpokaplássi eða tjaldi. Þórsmörk og nágrenni skoðað. Panta þarf í þessa ferð.

ÁGÚST:
9.-12. ágúst, 3 skór

Álftafjörður um Víðidal yfir í Lónsöræfi, 4 dagar Farastjóri: Jón Bragason. Hámarksfjöldi: 15.
Gist í skálum. Vaðskór nauðsynlegir. Matur er innifalinn fyrir utan göngunasl. Panta þarf í þessa ferð
1.d. miðvikudagur; Ekið inn Geithellnadal að Leirási, gengið um Háás og upp á hraun, fram hjá Hnútuvatni og niður í Grund í Víðidal og fræðst um búsetu þar fram til 1900. Víðidalsáin vaðin og gengið upp að Egilsseli. 8-10 klst.. Hækkun 800 m.
2.d. fimmtudagur; Gengið frá Egilsseli fram Tröllakróka og vindsorfin klettabelti skoðuð. Gengið upp á Tröllakrókahnaus og niður á milli gilja að Múlaskála. 6 -8 klst.. Hækkun 300 m.
3.d. föstudagur; Víðibrekkusker. 6-7 klst. Hækkun 680 m. 4.d. Gengið frá Múlaskála fram Kamba að göngubrú við Eskifell og þaðan að Smiðjunesi þar sem ferðin endar. Á leiðinni þarf að vaða Hnappadalsá. 8 klst. Hækkun 600 m.
Verð: 63.000/67.000. Innifalið: Fararstjórn, akstur, gisting, 3 x morgunmatur, kvöldmatur og nesti.

25. – 27. ágúst, kl. 13
Helgarferð um uppsveitir Suðurlands. Mæting við Skálholt kl. 13 á föstudeginum. Meðal annars farið í Kerlingarfjöll og um nágrenni Skálholts. Nánar auglýst síðar. Panta þarf í þessa ferð.

SEPTEMBER:
10. september, kl. 9 – 1 skór

Fossar, víkur og skorur við Berufjörð. Fjölskylduferð frá Höfn í samvinnu við Ferðafélag Djúpavogshrepps. Endað í Nönnusafni.

OKTÓBER:
21. október, kl. 9 – 2 skór
Breiðármörk á Breiðarmerkursandi. Gengið frá Fjallsárlóni að Jökulsárlóni. 15 km. Lítil hækkun.

NÓVEMBER:
11. nóvember, kl. 10 – 1 skór
Viðborð og Rauðaberg á Mýrum. Gengið frá Viðborði að Rauðabergi, með viðkomu í Grjótárgljúfri.

DESEMBER:
10. desember, kl. 11 – 1 skór
Aðventuganga: Gengið á milli kirkjustaða í Nesjum. Gengið frá fyrrum kirkjustað við Laxá. Endað í kakó og jólasöngvum í Bjarnaneskirkju

 

Hér má sjá ferðir ársins 2016