Gönguferð við Fell í Suðursveit

Laugardaginn 23.apríl verður gönguferð við Fell í Suðursveit. Sigrún Sigurgeirsdóttir leiðir göngu að Mjósundafossi og Fellsfossi, einnig verður gengið um heimahaga bæjarins Fells. Gönguleiðin er tiltölulega sléttlend en gert er ráð fyrir að vaða yfir Mjósundaá til að komast að Fellsfossi. Gert er ráð fyrir 5-6 km göngu, erfiðleikastigið er 1 skór.

Að venju er gott að fylgjast með veðurspá og taka fatnað sem miðast við veður, ásamt því að taka með nesti. Það eru allir velkomnir í göngur ferðafélagsins, en sé hundur með í för er hann á ábyrgð eigenda og taumur þarf að vera til taks.

Brottför verður frá afgreiðslu tjaldsvæðis á Höfn kl.10 (þátttakendur þurfa sjálfir að sjá sér fyrir akstri að Hrollaugshólum), einnig er hægt að mæta við áningarstaðinn hjá Hrollaugshólum kl.10:45. Öllum er velkomið að hafa samband fyrir nánari upplýsingar, Sigrún s: 864-5456. Þátttökugjald í göngu er kr.1.000 fyrir einstakling, 1.500 fyrir pör og frítt fyrir 18 ára og yngri.