Ferðaáætlun 2020

Brottför frá þjónustumiðstöð við tjaldsvæðið á Höfn nema annað komi fram.
Styttri göngur: 1.000 f. einn/1.500 f. hjón. Frítt f. 16 ára og yngri.
19. janúar. Jeppaferð, Krossaland í Lóni 1 skór.
22.febrúar. Krossbæjarskarð í Nesjum 2 skór.
22. mars Jeppaferð, Núpstaðarskógur 2 skór.
18. apríl Hjallanes í Suðursveit, 2 skór .
9.maí Umhverfis Reyðarártind í Lóni 2 skór.
31.maí Grjótárgil í Setbergsheiði í Nesjum. 2 skór.
11 til 14 júní. Gönguvikan ekki lúra of lengi:
11.júní Kvíamýrarkambur, 1 skór
12.júní Gengið umhverfis stöðuvatn ofan við Smyrlabjörg. 1 skór
13.júní Gengið fyrir Horn. 1 skór
14.júní Skálatindar í Nesjum. 3 skór
17. júni Vinnuferð í Múlaskála. Nánar auglýst síðar.
23. júní Óvissuferð um Jónsmessu. Nánar auglýst síðar.
Sæludagar í Lónsöræfum 3 skór Helgarferð
10. til 12.júlí. 3 dagar. Hámarksfjöldi: 24 manns.
1.d. föstud. Lagt af stað frá Höfn kl. 7.00. Ekið að Illakambi og gengið þaðan niður í Múlaskála. Fólk kemur sér fyrir í skálanum og svo er gengið um Víðibrekkusker. 6-7 klst. Hækkun 800 m.
2.d. Gengið inn að Tröllakrókum um Leiðartungur. 7 – 8 klst. Hækkun 750 m.
3.d. Gengið frá Múlaskála fram Kamba að göngubrú við Eskifell og þaðan að Hnappadalsá þar sem ferðin endar. Bílar keyra göngufólki niður á Höfn . Í lok ferðar þarf að vaða Hnappadalsá. 7 klst. Hækkun 800 m.
Verð: 48.000/51.200.
Innifalið: Fararstjórn, akstur, gisting x2 nætur, 2x morgunmatur, 3x nesti, 2x kvöldmatur.
Panta þarf í þessa ferð. Uppl: ferdafelag@gonguferdir.is eða í síma 8687624 Magga.
17. til 19. júlí Helgarferð. Göngu og jeppaferð í Vestur Skaftafellssýslu. Gist er í Tunguseli. Panta þarf í þessa ferð. Uppl: ferdafelag@gonguferdir.is eða í síma 8687624 Magga. 2 skór.
Toppa hopp um tinda í Álftafirði 13 til 16 ágúst. 3 skór. Nýtt. Sumarleyfisferðir
4 dagar . Gengnar eru dagleiðir á nokkra tinda í Álftafirði t.d Krákhamarstind 737m , Goðatind 824m og Nóntind 603m , Svínabeinstind 801 m, Snjótind 713m og Mælifell 483m.
Gist í Kerhamraskóla. Verð : Félagar í F.Í 44.000 kr. Ófélagsbundnir 52.000 kr
Innifalið: Gisting í 3 nætur , fararstjórn X 4 dagar , 3 X morgunmatur , 4 X dagnesti, 3 X kvöldmat.
Panta þarf í þessa ferð. Uppl: ferdafelag@gonguferdir.is eða í síma 8687624 Magga.
17. október. Gengið upp á Flár ofan við Hvalnes. 2 skór
14. nóvember. Eyðibýlaskoðun og sögustund á Mýrum, Sævarhólar 1 skór
Desember. Jólasamvera í Haukafelli. Nánar auglýst síðar.