Vinnuferð í Múlaskála

Frá ferðafélaginu.
Ferðafélagið auglýsir eftir sjálfboðaliðum í vinnuferð í Múlaskála á Lónsöræfum helgina 16 til 17 júní. Þeir sem hafa áhuga á að koma með og leggja félaginu lið hafa samband við Möggu 8687624 eða Jón 8481958 fyrir miðvikudaginn 13. Júní.
Helstu verkefni : Þrif á skála, tengja vatn og síma og grafa holu fyrir grátt vatn úr eldhúsvaski.
Ferðatilhögun: Farið verður að kvöldi 16.júní og komið heim að kvöldi 17.júní (skoða veðurspá)
Félagið sér um nesti nema um sérfæði sé að ræða. 
Á söguslóð.
Álftafjörður – Víðdalur – Lónsöræfi. 10 til 13.ágúst . Laust er í þessa frábæru ferð undir leiðsögn Jóns Bragasonar. Áhugasamir skrái sig hjá Möggu í síma. 8687624 eða maggape@simnet.is