Fréttabréf 2018

Fréttabréf Ferðafélags Austur – Skaftfellinga 2018.
Kæru félagar.
Þá er komið að hinu árlega fréttabréfi Ferðafélags Austur-Skaftfellinga. Með útgáfu fréttabréfsins viljum við kynna starfsemi félagsins og helstu verkefni þess. Aðalfundur félagsins var haldinn í Gömlubúð 10. apríl síðastliðinn.
Þær breytingar urðu í stjórn að Ingibjörg Guðmundsdóttir gaf ekki kost á sér í ferðanefnd. Í hennar stað kom Einar Jóhann Sigurðsson. Þökkum við Ingibjörgu Guðmundsdóttur fyrir samstarfið og bjóðum Einar Jóhann Sigurðsson velkomin til starfa. Skoðunarmennreikninga voru kosnar, þær Ragna Pétursdóttir og Hildigerður Skaftadóttir. Bjóðum við þær Rögnu Pétursdóttur og Hildigerði Skaftadóttur velkomnar til starfa.
Stjórn og nefndir eru því þannig skipaðar:
Stjórn:
Magnhildur Pétursdóttir formaður Sigrún Harpa Eiðsdóttir ritari Björk Pálsdóttir gjaldkeri Jón Bragason meðstjórnandi og fulltrúi skálanefndar Hrafn Margeir Heimisson meðstjórnandi og fulltrúi ferðanefndar
Skálanefnd: Ferðanefnd: Jón Bragason Hrafn Margeir Heimisson Kristinn Guðmundsson Jóhannes Hjalti Danner Álfgeir Gíslason Einar Jóhann Sigurðsson

Það helsta á liðnu ári 2017. Þátttaka í ferðum félagsins var með lakara móti en undanfarin ár og varð að frests ferðum vegna þátttökuleysis, sem er miður þar sem ferðadagskráin var fjölbreytt og skemmtileg og má þar nefna „Hjólaferð‘‘ sem var nýjung, barnaferð og hlaupaferð ásamt stuttum dagsferðum upp í langar og krefjandi fjallgöngur.
Rekstur Múlaskála gekk þokkaleg, Þó var mikið um afbókanir, sérstaklega hjá stóru ferðaskrifstofum. Einnig afbókuðust íslenskir hópar vegna veðurs og vatnavaxta.
Símasamband í Múlaskála og Múlakoti var með ágætum síðasta sumar fyrir utan tvo til þrjá daga um mitt sumar.En slitnað hafði úr sambandi þráður í kapli út í Gjögri og var því svæðið sambandslaust þar til bilun uppgötvaðist.
Talstöðvarsamband fyrir VHF talstöðvar komst á að nýju í Múlaskála er Slisavarnarfélagið Landsbjörg setti upp nýjan endurvarpa fyrir VHF talstövarkerfi út við Vörðu á Kjarrdalsheiði. En eldri endurvarpi sem staðsettur er á Grendli hefur verið bilaður um tíma. Nýji endurvarpinn sendir út á rás 4 í stað rás 2 frá eldri endurvarpa á Grendli. Ber okkur sem staðarhöldurum á Lónsöræfum að koma þessum upplýsingum til göngufólks og annara sem dvelja á svæðinu.
Ekki var mikið um stórframkvæmdir hjá ferðafélaginu á síðasta ári en unnið var að loka frágangi á nýju hreinlætishúsi ásamt allmennu viðhaldi og uppbyggingu á og við Múlaskála. Voru skálaverðir sem störfuðu hjá okkur síðasta sumar duglegir að vinna á þeim verkefnalista sem fyrir lá. Í vinnuferð 17.Júní var gamla klósetthúsið rifið og gengið frá svæðinu undir því.
Gönguárið 2018. Eins og endranær er metnaðarfull ferðadagskrá fyrir árið 2018. „Útileguferð‘‘ sem er helgarferð og Veiðiferð‘‘ eru nýjungar ársins.
Gönguvikan er á sínum stað dagana 7. – 10. júní með mörgum skemmtilegum leiðum ásamt óvissuferð um Jónsmessu. Ein helgarferðir eru í boði; Útileguferð 20 – 22 júlí. Farið er að Fjaðrárgljúfri og um Álftaver.Gist verður í svefnvögnum og tjöldum.
Tvær langar ferðir eru einnig á dagskrá. „Sæludagar á Lónsöræfum“ 6. – 8. júlí. Uppselt er í þá ferð. Og fjögurra daga ferð þar sem gengið er úr Álftafirði yfir í Lónsöræfi um Víðidal, 10. – 13. ágúst undir leiðsögn Jóns Bragasonar. Enn er laust í þá ferð. Áhugasamir hafi samband við Möggu maggape@simnet.is.
Vinnuferð er í Múlaskála 16. júní. Þeir sem hafa áhuga að koma í vinnuferð skrái sig hjá Möggu 8687624, Jón 8481985.
Bókanir og uppl. um Múlaskála. Heimasíða félagsins www.gonguferdir.is ferdafelag@gonguferdir.is ; maggape@simnet.is eða Magga 868 7624
Skálavarsla. Búið er að ráða skálverði fyrir sumarið.
Landvörður á Lónsöræfum í sumar er: Guðmundur Árnason.
Heimasíða: Heimasíða félagsins og bókunarkerfi er. www.gonguferdir.is
Árbókin. Árbókin er komin út. Bókin er innifalin í árgjaldi félagsins. Árgjald er 7700 kr og verður rukkað í gegnum heimabanka félagsmanna. Þeir félagsmenn sem ekki hafa heimabanka geta greitt árgjaldið inn á reikning félagsins. 0169 – 15 – 200363 kt. 490295 – 2169. Skýring greiðslu: Árgjald. Bókin ásamt félagsskírteini verður borin út um leið og greiðsla hefur borist.
Ferðafélag Austur-Skaftfellinga vill svo þakka öllum vinum og velunnurum kærlega fyrir ánægjulegt samstarf og samveru í starfi félagsins. Hlökkum til að vera með ykkur. Ferðafélagskveðjur.